Dagana 25. nóvember til 10. desember stendur yfir átak þar sem vakin er athygli á kynbundnu ofbeldti sem mannréttindabroti. Frá árinu 1991 hefur átakið verið nýtt til þess að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið um allan heim og ræða forvarnarstarf, þrýsta á breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda og krefjast aðstoðar og stuðning við fórnarlömb ofbeldisins.
Fyrsti viðburðurinn í átakinu verður haldinn föstudaginn 23. nóvember með morgunverðarfundi á Hótel Loftleiðum sem UNIFEM stendur fyrir. Þriðjudaginn 27. nóvember stendur KRFÍ ásamt Kvenfélagasambandi Íslands fyrir súpufundi að Hallveigarstöðum kl. 12:00 þar sem sýnd verður heimildarmyndin When the Moon is Dark en hún fjallar um mansal. Súpa verður í boði KRFÍ. Allir velkomnir