Þriðjudaginn, 2. desember kl. 19:00 standa Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi fyrir bókakvöldi á Kaffi Kultura, Hverfisgötu 18. Ragnhildur Sverrisdóttir blaðakona les úr bók sinni Velkomin til Íslands – sagan af Sri Rahmawati. Á eftir verða umræður með þátttöku rithöfundar, Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss og fleiri.
Bókakvöldið er liður í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem nú er haldið víðsvegar um heiminn í 18 sinn. Á þriðja tug samtaka og stofnana á Íslandi standa sameiginlega að átakinu dagana 25. nóvember til 10. desember.
Upplýsingar um átakið og viðburðadagatal er að finna á heimasíðu átaksins: