26. mars 2018
Hallveigarstöðum, Reykjavík
Efni: Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, með síðari breytingum, 148. löggjafarþing 2017–2018. Þingskjal nr. 239 – 165. mál.
Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku.
Kvenréttindafélag Íslands skilaði inn umsögn um þetta frumvarp 19. febrúar 2016, þegar það var áður lagt fram á Alþingi. Engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu, og því við skilum hér með efnislega sömu umsögn um frumvarpið.
Markmiðið með frumvarpinu er að fækka vinnustundum niður í 35 á viku. Í greinargerð er vísað í upplýsingar frá OECD þar sem í ljós kemur þrátt fyrir Íslendingar vinni langa vinnudaga, þá er framleiðni okkar undir meðaltali. Í greinargerðinni kemur fram að margt bendi til að styttri vinnudagar leiði til meiri framleiðni og aukinna lífsgæða.
Kvenréttindafélag Íslands styður efni frumvarpsins, og hvetur auk þess til þess að markvisst verði unnið að því að kortleggja hvernig stytting vinnuvikunnar geti nýst sem verkfæri til að útrýma launamun kynjanna á Íslandi.