Í tilfefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti, laugardaginn 8. mars, verður haldinn opinn fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir yfirskriftinni Friður og menning. Hér á landi er hefð fyrir því að Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafi frumkvæði að því að bjóða kvennasamtökum og stéttarfélögum til samstarfs í tilefni dagsins. Í ár standa 16 samtök og stéttarfélög að fundinum í Ráðhúsi Reykjavíkur, þ.á.m. KRFÍ, og hefst hann kl. 14:00.
- Dagskrá:
- Birna Ólafsdóttir, sjúkraliði: Þáttur verkalýðshreyfingar í menningu.
- Petra Deluxsana, í stjórn Samtaka kvenna af erl. uppruna: Leit að hamingju.
- Kristín Vilhjálmsdóttir, kennari: Fljúgandi teppið.
- Guðrún Lára Pálmadóttir, trúbador flytur eigin lög.
- Ólöf Nordal, myndlistarmaður:Bríetarbrekka.
- Guðrún Kristinsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands: Friður á heimilinu – Sjónarhóll barna.
- María S. Gunnarsdóttir, form. Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK: Friðaruppeldi.
- Opið út sýnir brot úr leikritinu mammamamma. Leikarar: María Ellingsen, Þórey Sigþórsdóttir, Magnea Valdimarsdóttir og Birgitta Birgisdóttir. Leikmynd: Ólöf Nordal og Þórunn María Jónsdóttir. Tónlist: Ólöf Arnalds. Leikstjóri: Charlotte Böving.
Fundarstjóri: Kristín Steinsdóttir, rithöfundur.
Konur heims – skyggnumyndasýning Hörpu Stefánsdóttur. Í föndurhorni friðarsinna: Vinabönd og friðarsvanir.