Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó þann þriðjudaginn 8. mars, kl. 17-18. Fundurinn ber yfirskriftina Konur í stéttastríði.

Til máls taka Sólveig Anna Jónsdóttir, Christina Milcher og Jónína Björg Magnúsdóttir. Guðrún Hannesdóttir les upp ljóð og Ásdís María Viðarsdóttir tekur lagið og stýrir fjöldasöng. Fundarstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir.

Að fundinum standa BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvenréttindafélag Íslands, Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, Samtök hernaðarandstæðinga, SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu, Stígamót, STRV – starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, W.O.M.E.N. – Félag kvenna af erlendum uppruna og Öryrkjabandalag Íslands.

8. mars 2016