24. október 2016 var haldinn baráttufundur á a.m.k. 21 stað á landinu til að mótmæla kjaramisrétti kynjanna á Íslandi. Fundir voru haldnir á Akureyri, Bolungarvík, Borgarnesi, Djúpavogi, Egilsstöðum, Grindavík, Grundarfirði, Hellu, Húsavík, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Kirkjubæjarklaustri, Neskaupstað, Patreksfirði, Reykjanesbæ, Reykjavík, Sauðárkróki, Seyðisfirði, Vestmannaeyjum, Vopnafirði og Ölfus.
Þessi mótmæli kvenna á kjaramisrétti í íslensku samfélagi vöktu gríðarlega eftirtekt, bæði hér á landi og erlendis. Sýnt var frá fundinum á Austurvelli í beinni útsendingu á RÚV og í kjölfar fundarins kom fjöldi fyrirspurna erlendis frá um að fræðast meira um stöðu kvenna og jafnréttismál á Íslandi.
Stærsti baráttufundurinn var haldinn á Austurvelli undir yfirskriftinni „Kjarajafnrétti strax!“ Á bak við þann fund stóðu fjöldamörg samtök kvenna og samtök launafólks. Kvenréttindafélagið var einn af aðalskipuleggjendum fundarins og hefur nú gefið út skýrslu um undirbúning Kvennafrís 2016. Í skýrslunni er að finna fjölda mynda af baráttufundum út um allt land og upplýsingar sem eiga vonandi eftir að reynast þeim vel sem skipuleggja baráttufundi framtíðarinnar.