KRFÍ og Femínistafélag Íslands vilja brýna mikilvægi þess að fólk kjósi konur til jafns við karla á stjórnlagaþing. Sagan hefur sýnt sig að töluvert hefur hallað á hlut kvenna í persónukjörum. Því vilja félögin gefa kvenframbjóðendum tækifæri til að kynna áherslumál sín og stefnur.
Við bjóðum því kvenframbjóðendum og kjósendum að koma í kaffi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á sunnudaginn, 21. nóvember nk. milli kl. 14.00 og 17.00. Ekki verður formleg dagskrá en þetta er hins vegar kjörið tækifæri fyrir kvenframbjóðendur að kynna framboð sitt og spjalla við kjósendur og aðra kvenframbjóðendur.
Allir velkomnir.