Jafnréttisráð veitti Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, árlega jafnrettisviðurkenningu fyrir árið 2010, 10. desember sl. við hátíðlega athöfn í Iðnó. Guðrún tileinkaði verðlaunin Stígamótum, Skottunum, þ.e. þeim 23 félögum sem að Skottunum standa, og þeim 50 þúsund konum sem gengu út af vinnustöðum sínum kl. 14:25, mánudaginn 25 október sl. til að mótmæla kynbundnu ofbeldi og launamun kynjanna.
Guðrún er vel að þessari viðurkenningu komin og óskar KRFÍ Guðrúnu hjartanlega til hamingju.