Súpufundur, sem halda átti á Selfossi 20. janúar nk., hefur verið flýtt til 19. janúar, kl. 12.00-13.00. Á fundinum, sem haldinn verður í Tryggvaskála, verða jafnréttismál í sveitarfélaginu Árborg rædd.
Framsögu hafa Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar og Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og varaformaður bæjarráðs Árborgar.
KRFÍ býður upp á súpu og brauð. Allir velkomnir.