Femínistafélag Íslands boðar til „Hitts“ janúarmánaðar, sem fjallar um staðgöngumæðrun. Fundurinn verður þriðjudagskvöldið 25. janúar nk. kl. 20, í Friðarhúsinu á horni Snorrabrautar og Njálsgötu.
„Hittin eru líflegir mánaðarlegir félagsfundir þar sem knýjandi mál eru rædd á femínískum forsendum. Á þessum tímapunkti í umræðunni þykir ráði Femínistafélagsins nauðsynlegt að efna til fundar um staðgöngumæðrun. Um hana hefur mörgum áleitnum spurningum ekki verið svarað af hálfu samfélags sem nú hugleiðir að verða eitt fárra ríkja sem lögleiðir hana“, segir í tilkynningu frá félaginu.
Frummælendur á fundinum verða:
Guðríður Þorsteinsdóttir, formaður vinnuhóps heilbrigðisráðuneytisins um staðgöngumæðrun, Salvör Nordal, siðfræðingur, Ástríður Stefánsdóttir, læknir/siðfræðingur og félagi í vinnuhópi um staðgöngumæðrun.