Á súpufundi KRFÍ 24. febrúar sl. með Stefáni Hauki Jóhannessyni, aðalsamningamann Íslands í ESB-viðræðunum, kom fram að Ísland er nú í svokölluðu rýniferli, þ.e. lög ESB og Íslands er nú borin saman. Stendur sú vinna líklegast fram á sumar.
Á sviði jafnréttismála kom fram í máli Stefáns að staða Íslands í samanburði við mörg önnur Evrópulönd er góð. Það má því telja líklegt að Ísland hafi meira að leggja af mörkum í jafnréttismálum en það fær frá samstarfinu. Þó eru mun fleiri styrkir sem hægt er að sækja um en nú er og einnig gefst löndum innan ESB kostur á að eiga fulltrúa í stjórn Jafnréttisstofnunar Evrópu sem tók til starfa árið 2007.
Helstu áherslur á sviði jafnréttismála hjá ESB eru að stefnt er að því að árið 2020 verði búið að jafna hlut karla og kvenna á vinnumarkaði og stefnt er að því að koma á fót sérstökum degi launajafnréttis, til að vekja athylgi á þeim málaflokki. Það kom fram að launamunur kynjanna innan ESB er 18%, sem er örlítið hærra hlutfall en munurinn er á Íslandi.