Stjórn International Alliance of Women (IAW) fundar á Íslandi, vikuna 20.-25. september 2011 á Hallveigarstöðum. Samtökin voru stofnuð 1904 í Berlín og varð Kvenréttindafélagið aðili að samtökunum árið 1911. Það er því vel við hæfi að árlegur stjórnarfundur IAW fari fram hér á landi á 100 ára afmæli aðildar Kvenréttindafélagsins.
Hægt er að fræðast nánar um samtökin á heimsíðunni: www.womenalliance.org.