Almannaheill og Fræðasetur þriðja geirans við Háskóla Íslands bjóða til ráðstefnu um gagnsemi frjálsra félagasamtaka.
Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 12:15 – 13:45 í Háskólanum í Reykjavík í fyrirlestrarsal M101.
12:15 Þingið opnað
Ragna Árnadóttir formaður Almannaheilla opnar þingið og segir frá vinnu Almannaheilla með stjórnvöldum að gerð lagafrumvarps um frjáls félagasamtök sem vinna í þágu almennings, þess efnis að viðurkennt verði með áþreifanlegum hætti tilvist og framlag þriðja geirans til íslensks samfélags.
12:25 Áhrif félagsstarfs á heilsufar
Una María Óskarsdóttir MA í lýðheilsufræðum og BA í uppeldis- og
menntunarfræðum.
12:45 Það sem ég fékk með aðild minni – félagar segja frá
12:50 Þáttur frjálsra félagasamtaka í lýðræði.
Björn Þorsteinsson doktor í heimspeki og sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands ræðir um samband lýðræðis, upplýsingar og menntunar út frá gömlum og nýjum kenningum. Jafnframt mun hann segja frá starfi Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, sem hann hefur tekið þátt í frá stofnun félagsins í nóvember 2010.
13:10 Það sem ég fékk með aðild minni – félagar segja frá
13:15 Hvert er framlag frjálsra félagasamtaka?
Ketill B. Magnússon framkvæmdastjóri Festu ¬ miðstöðvar um sam-
félagsábyrgð og formaður Heimilis og skóla landssamtaka foreldra.
13:35 Það sem ég fékk með aðild minni – félagar segja frá
13:40 Lokaorð. Ragna Árnadóttir