Kvenréttindafélag Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenfélagssamband Íslands standa fyrir opnu húsi að Hallveigarstöðum v/Túngötu á konudaginn 18. febrúar. Dagskráin stendur yfir frá kl. 15:00 til kl. 17:00.
Dagskráin er eftirfarandi:
1. Kynning á Hallveigarstöðum og þeim félögum sem þar ráða húsum
- Saga hússins og starfið á árum áður: Þórey Guðmundsdóttir, lektor og fyrrverandi formaður BKR.
- Starfssemi hússins í dag: Ingveldur Ingólfsdóttir formaður Bandalags Kvenna í Reykjavík, Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagssambands Íslands Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands
2. Erindi
- „Svo áfram systur, hlið við hlið, því héðan blasir landið við“: Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og forstöðumaður Rannsóknarstofu í kvenna-og kynjafræðum.
- Á ég að gæta systur minnar?: Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur.
Fundarstjóri er Margrét K. Sverrisdóttir
ALLIR VELKOMNIR!