Kvenréttindafélag Íslands boðar til aðalfundar þriðjudaginn 29. maí 2018 kl. 17:00. Fundurinn er haldinn að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík.
Ársskýrslu Kvenréttindafélagsins 2017 er að finna hér.
Dagskrá fundar:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Lögð fram skýrsla stjórnar með kafla um störf nefnda og stjórna
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
- Ákveðið félagsgjald, sbr. 7. gr
- Tillögur um lagabreytingar, ef koma fram
- Kosinn formaður, sbr. 5 gr.
- Kosin stjórn, sbr. 5. gr.
- Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga
- Kosin stjórn Menningar-og minningarsjóðs kvenna, sbr. 8. gr
- Valdir fulltrúar í nefndir og ráð sem KRFÍ á aðild að
- Önnur mál
- Stefnuskrá Kvenréttindafélags Íslands
- Aðild að Landvernd
- Aðild að EWL – European Women‘s Lobby
Á árinu er kosið um þrjá stjórnarmenn til tveggja ára og þrjá varamenn til eins árs í stjórn Kvenréttindafélagsins, fimm stjórnarmenn og fimm varamenn í stjórn Menningar- og minningarsjóðs kvenna, sem og einn fulltrúa Kvenréttindafélagsins í Mannréttindaskrifstofu Íslands, einn fulltrúa í Almannaheill og tvo fulltrúa í Mæðrastyrksnefnd.
Á fundinum eru lögð fram til samþykktar drög að nýrri stefnuskrá sem unnin var upp úr stefnumótunarfundi Kvenréttindafélagsins, haldinn á Kynjaþingi 3. mars 2018. Vinsamlegast sendir skriflegar athugasemdir ef einhverjar eru í netfang postur(@)kvenrettindafelag.is.
Drög að nýrri stefnuskrá Kvenréttindafélags Íslands eru að finna hér.
Áhugasamir um að bjóða sig fram til stjórnar Kvenréttindafélags Íslands eða sem fulltrúar félagsins í nefndum og ráðum, hafi samband við félagið í netfang postur(@)kvenrettindafelag.is, í síðasta lagi 22. maí.
Allir skuldlausir félagar hafa kjörgengi og atkvæðisrétt á fundinum. Kröfur fyrir félagsgjöldum 2018–2019 hafa verið stofnaðar í netbanka.
Athugið, hjólastólalyfta er í húsinu sem tekur 225 kg. Látið vita fyrir 22. maí hvort þörf sé á táknmálstúlkun. Kaffiveitingar í boði.