U3A á Íslandi, Háskóli þriðja aldursskeiðsins, stendur fyrir kvöldstund um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og samtíð hennar þriðjudaginn 4. mars kl. 17:15-18:45 í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31.
Á dagskrá verða tveir fyrirlestrar. Ragnhildur Bragadóttir sagnfræðingur mun flytja fyrirlesturinn „Ástkona auðmanns á öndverðri 19. öld“ og Helgi Skúli Kjartansson flytja fyrirlesturinn „Vinnukonuútsvarið – Varða á leið kvenréttinda“.
Umsjón kvöldsins hefur Ásdís Skúladóttir. Aðgangseyrir 1000 kr, og innifalið í því er kaffi og smákökur. Allir hjartanlega velkomnir, ungir sem aldnir!