Við í stjórn Kvenréttindafélagsins höfum velt fyrir okkur með hvaða hætti hægt væri að sýna minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttir sérstakan sóma í tilefni þess að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt á næsta ári.
Við þekkjum vel til áhrifaríka minningareitsins um Bríet í Þingholtsstræti. Hins vegar finnst okkur nafnleysi kvenna þegar kemur að styttum í borginni vera hróplegt. Enga styttu af nafngreindri konu er að finna í opinberu rými í Reykjavík.
Kvenréttindafélag Íslands mælist til þess að Reykjavíkurborg minnist Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem fór fyrir þeim konum sem fyrstar tóku sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur, með því að reisa af henni styttu á áberandi stað í miðborginni.
bestu kveðjur,
Steinunn Stefánsdóttir
formaður Kvenréttindafélags Íslands
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands