Kvenréttindafélag Íslands fagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga og reglna er snúa að veitingu rekstrarleyfa fyrir veitingastaði. Félagið tekur heilshugar undir að nauðsynlegt sé að skýra löggjöfina til að koma í veg fyrir rekstur veitingastaða sem gera út á nekt starfsfólks og aðgang að því í einkarými.
Hallveigarstaðir, 8. nóvember 2013