NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus sem ætlað er að styrkja og valdefla konur af erlendum uppruna á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Kýpur, Írlandi, Portúgal og Spáni.
Konur voru 52% innflytjenda í Evrópu árið 2017 og á Íslandi er kynjaskipting innflytjenda nokkuð jöfn. Í nýju heimalandi glíma innflytjendakonur við ýmsar áskoranir og eru oft jaðarsettar. Þær fá lægri laun fyrir störf sín en karlar og eru minna sýnilegar á flestum sviðum samfélagsins. Við höfum ekki efni á að tapa þeirri reynslu og þekkingu sem innflytjendakonur flytja með sér til Evrópu. NOW býður upp á ráðgjöf til að efla leiðtogahæfileika og tengir saman innflytjendakonur og öflugar fyrirmyndir, leiðbeinendur og ráðgjafahópa. Sköpum saman leiðtoga fyrir betri Evrópu til frambúðar!
Samtök í átta Evrópulöndum hafa komið saman til að skapa nýtt tengslanet sem er helgað því að efla raddir innflytjendakvenna í Evrópu.
NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt tengslanet sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. Tengslanetið er hannað til að bjóða upp á ráðgjöf og þjálfun og til að valdefla konur af erlendum uppruna.
Tengslanetið er skipulagt af Kvenréttindafélagi Íslands, Evolve Global Solutions Ltd í Bretlandi, ITG Conseil í Frakklandi, IASIS í Grikklandi, Future in Perspective á Írlandi, CSI Center for Social Innovation í Kýpur, Mindshift Talent Advisory Ida í Portúgal og Instituto para el Fomento del Desarrollo y la Formación á Spáni. Tengslanetið var formlega stofnað í Stratford-upon-Avon í Bretlandi 22. október 2019, á fundi sem fulltrúar frá öllum átta samtökunum sóttum.
„Jöfn tækifæri eru grundvöllur fyrir sjálfbærum vinnumarkaði og framtíðarhagvexti. Við berjumst fyrir betri kjörum fyrir okkur öll“ segir Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands.
„Ég er spennt að tengja saman þessi átta samtök. Öll samtökin eru sterk í baráttu sinni fyrir réttlæti. Saman sköpum við framtíðarleiðtoga,“ segir Afshan Baksh, verkefnastjóri NOW – New Opportunities for Women.