Kvenréttindi og lýðræði eru undir árás á tímum Covid-19.
Í Póllandi stefnir þingið á að ræða bann á þungunarrofi í vor, frumvarp sem hætt var við árið 2016 þegar milljónir manna mótmæltu á götum Póllands og víðar um heim. Nú ríkir algjört samkomubann í Póllandi og því tækifæri fyrir ríkisstjórnina að lauma banninu í gegn án fjöldamótmæla (þingið er undanskilið samkomubanni).
Frelsi til að mótmæla eru grundvöllur lýðræðislegs samfélags, en samkomubann í mörgum ríkjum heims hefur grafið undan þessum rétti. Hér á Íslandi mótmælti lítill hópur fólks fyrirhuguðu banni á þungunarrof fyrir framan sendiráð Póllands þann 14. apríl 2020, 2 metrar á milli manna skv. tilmælum heilbrigðisyfirvalda.
Femínistafélagið Dziewuchy ISLANDIA las upp bréf til sendiherra Póllands á Íslandi sem mótmælendur svo undirrituðu, plasthanskar og sprittflaska við hliðina á sótthreinsuðum pennunum.
Víðsjárverðir tímar eru framundan og við þurfum öll að vera reiðubúin að takast á við alvarlegar áskoranir þegar fjarar undan farsóttinni, ekki aðeins fjárhagslegan óstöðugleika heldur einnig árásir gegn kvenréttindum og lýðræði, nær og fjær. Stöndum saman!
#kvenfrelsi #PiekłoKobiet #NieSkładamyParasolek