Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019 (ódæmigerð kyneinkenni). 151. löggjafarþing 2020–2021. Þingskjal 22,  22. mál.


29. október 2020
Hallveigarstöðum, Reykjavík

Kvenréttindafélag Íslands styður frumvarp til laga sem kveður á um að varanlegar breytingar á kyneinkennum barns yngra en 16 ára sem fæðist með ódæmigerð kyneinkenni skulu einungis gerðar í samræmi við vilja barnsins.

Í stefnuskrá Kvenréttindafélagsins segir:

Við höfum öll grundvallarrétt til lífs og líkama. Kvenréttindafélag Íslands beitir sér fyrir því að tryggja ákvörðunarrétt fólks yfir eigin líkama.

Þetta frumvarp er skref í átt til þess að tryggja þennan grundvallarrétt til lífs og líkama, skref í áttina að tryggja sjálfsákvörðunarrétt kynjanna allra yfir eigin líkama.

Aðrar fréttir