Skrifstofa KRFÍ verður lokuð mánudaginn 29. október til 3. nóvember vegna þátttöku starfsmanns á aðalfundi International Alliance of Women á Indlandi.
Næsti viðburður í starfi KRFÍ verður 7. nóvember nk. þegar Bríetarreitur verður afhjúpaður í Þingholtsstræti kl. 16:00. Að því tilefni býður KRFÍ til móttöku í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu kl. 16:45. Erindi um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur flytja Auður Styrkársdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir. Einnig verða tónlistaratriði og veitingar. Allir velkomnir.