Kvenréttindafélag Íslands býður ykkur velkomin á femíníska sögugöngu á kvennafrídegi, sunnudaginn 24. október kl. 14:00.
Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir og Ragnheiður Kristjánsdóttir leiða gesti um femínískar söguslóðir í miðborg Reykjavíkur. Gangan er byggð á bókinni Konur sem kjósa: aldarsaga sem Erla, Kristín Svava og Ragnheiður skrifuðu ásamt Þorgerði H. Þorvaldsdóttur.
Mæting er fyrir framan Kvennaheimilið Hallveigarstaði á Túngötu 14. Lagt er af stað kl. 14:00. Klæðið ykkur eftir veðri ;)