Verið velkominn á opinn fund til að rýna saman í stjórnarsáttmálann, laugardaginn 4. desember kl. 11:00, í sal Stígamóta á Laugarvegi 170.

Á fundinum verður sérstaklega rýnt í og farið yfir stefnu ríkisstjórnarinnar í þremur málaflokkum: ofbeldi, vinnumarkað og fjármál, og jafnrétti í víðum skilningi. Stefnt er að því að loknum fundi verði gefin út yfirlýsing um hvað sé vel gert og hvað má betur fara.

Lesið stjórnarsáttmála  hér.

Fundurinn hefst kl. 11:00 og stefnt er að því að honum ljúki kl. 12:00 þegar borið verður á borð kókoskarrísúpa (vegan) og brauð.

Fundurinn er á íslensku. Aðgengi fyrir öll og ókeypis aðgangur. Munið eftir grímunum!

Takmörkuð pláss vegna sóttvarnartakmarkana. Skráið ykkur hér: https://forms.gle/8Mp1S7LN82JWrnUm9

Aðrar fréttir