Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, með síðari breytingum (bælingarmeðferð), þskj. 45, 45. mál.
Hallveigarstaðir, Reykjavík
15. nóvember 2022
Kvenréttindafélag Íslands styður frumvarpið heilshugar í heild sinni og tekur undir greinargerðina sem rekur vel skaðsemi bælingarmeðferða.
Jafnframt minnir Kvenréttindafélagið á mikilvægi menntunar í kynja- og jafnréttisfræði, þar sem áhersla er lögð á kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum er fyrsta skref þess að byggja samfélag án ofbeldis.
Kvenréttindafélag Íslands tekur jafnframt undir umsagnir Samtakanna 78, Intersex Ísland, Barnheilla, Trans Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands um sama mál.
Kvenréttindafélag Íslands hvetur stjórnvöld til þess að sýna stuðning sinn við kynsegin fólk og mannréttindi á Íslandi með því að samþykkja þetta frumvarp.