Um þessar mundir stendur Kvenréttindafélagið í fjáröflunarátaki sem felst í því að í fyrstu er hringt í félagsfólk og því boðið að gerast stuðningsaðilar að starfsemi Kvenréttindafélagsins.

Kvenréttindafélagið er yfir hundrað ára gamalt en á þeim tíma hefur félagið komið að og haft áhrif á allar helstu breytingar á Íslandi á sviði jafnréttismála með einum eða öðrum hætti, bæði leynt og ljóst.

Mikið bakslag hefur orðið í jafnréttisbaráttu og mannréttindabaráttu í heiminum á síðastliðnum árum og því er nauðsynlegt að efla baráttuna enn frekar, til að verja það sem hefur áunnist og til að ná fram frekari réttindum. Kvenréttindafélagið hefur einnig áhrif utan landsteinanna og á sæti í stjórn Evrópusamtaka kvenna – European Women’s Lobby og er aðili að alþjóðlegum samtökum kvenna International Alliance of Women, auk þess að eiga í norrænu samstarfi.

Hingað til höfum við haft yfir einu stöðugildi að ráða á skrifstofu félagsins sem dugir ekki til að sinna þeim áskorunum og verkefnum sem liggja fyrir. Við leitum því eftir stuðningi félaga og almennings í þágu jafnréttis til að efla starfsemina enn frekar.

Við vonumst til að fólk taki beiðni okkar og símtölum vel.

Öll þau sem gerast stuðningsaðilar fá skattaafslátt samkvæmt lögum þar um.

Hér er hægt að gerast stuðningsaðili: https://www.styrkja.is/kvenrettindi