Kvenréttindafélag Íslands harmar engin kona sé í framboði til formanns Knattspyrnusambands Íslands í ár. Enn hallar mjög á konur í stjórnunarstöðum innan KSÍ og það er miður að þeim mun fækka enn frekar við lok þessa ársþings. Að því sögðu, skorar Kvenréttindafélag Íslands á þau sem sitja ársþing Knattspyrnusambands Íslands að velja forman sambandsins með kynjasjónarmið og jafnrétti í huga. Þar vill kKvenréttindafélagið benda einkum á þrennt:
• KSÍ á að gæta hagsmuna knattspyrnufólks af öllum kynjum
• KSÍ á að hvetja til þátttöku kvenna og kvára í stjórnunarstöðum innan félaganna og sambandsins
• KSÍ á að sýna í verki að það tekur kynferðisofbeldi alvarlega og að kynjamisrétti líðist ekki innan sambandsins.
Nú er nauðsynlegt fyrir sambandið að sýna að forystufólk þess sé í stakk búið að taka á kynbundnu ofbeldi og kynjamisrétti sem því miður eru allt of mörg dæmi um í langri sögu KSÍ.
KSÍ standi með kvennaknattspyrnu og hylmi ekki yfir kynferðisbrot
Kvenréttindafélag Íslands hvetur ársþings KSÍ til þess að kjósa forystufólk sem vitað er að geti gætt að hagsmunum fólks af öllum kynjum. Forystufólk KSÍ þarf að hafa styrk og þor til að bregðast við kynjamisrétti og kynbundu ofbeldi af festu. Kvenréttindafélag Íslands stendur þétt að baki Hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna, sem hafa það að markmiði að auka samstöðu, sýnileika, jafnrétti og virðingu kvenna innan knattspyrnuíþróttarinnar.
Áfram stelpur!