Í sjöunda skipti í ár stendur Kvenréttindafélag Íslands fyrir Kynjaþingi, lýðræðislegum og femíniskum vettvangi fyrir almenning, félagasamtök og hópa sem vinna að jafnréttismálum.

Dagskrá þingsins er með nokkuð breyttu skipulagi í ár þar sem við blöndum saman fræðandi erindum og femínísku fjöri. Markmiðið er að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu sem og að gleðjast og finna stuðning.

Þema Kynjaþings í ár er Kvennaár og samstaðan. Alvarleg staða í heimsmálunum gerir samstöðuna og gleðina enn mikilvægari! Baráttan er svo sannarlega ekki búin.

Á Pálínutorgi þingsins verður gott rými til að gæða sér á framúrskarandi veitingum og skoða og prófa til dæmis:

  • Barmmerkjagerð
  • Bílskúrssölu Kvenréttindafélagsins
  • Fataskiptimarkað
  • Spákona
  • Hannyrðapönkarinn
  • Kvennaársvörur frá Listasafni ASÍ
  • Barnahornið -gæsla fyrir börn á aldrinum 4-10 ára
  • Selfiehornið
  • QnA hornið
  • Palestínublóm

Í hátíðarsal verða erindi og pallborð. Dagskráin er afar spennandi:

Kl. 12.30 Opnun

Kl. 12.45 Ávarp – Tatjana Latinovic formaður KRFÍ

Kl. 13.00 Úlfur í sauðagæru – Þegar öfgaíhald klæðist femínisma – Samtökin ´78

Kl. 14.00  Týndi fjársjóðurinn – ÖBÍ

Kl. 15.00 Control over women’s bodies is the basis of patriarchy – Vestnorrænir femínistar

Kl. 16. Kvennaár 2025 – Femme fun -myndband og pöbbkviss

Að herlegheitunum loknum verður svo happy hour í matsal

Aðrar fréttir