„Standing women“ er alþjóðleg hreyfing kvenna sem tók höndum saman, í bókstaflegri merkingu, 11. maí á síðasta ári fyrir betri heimi, komandi kynslóðum til handa. Í ár verður sami háttur á og nú með þátttöku íslenskra kvenna en í fyrra stóðu konur saman í 75 löndum.
KRFÍ mun standa fyrir viðburðinum á Íslandi í samvinnu við önnur kvennasamtök. Á Reykjavíkursvæðinu er konum, og ástvinum þeirra, stefnt í Laugardalinn, nánara tiltekið við þvottalaugarnar. Þar hittumst við og íhugum í þögn í 5 mínútur um betri heim með hreinu drykkjarvatni, nægum mat og heimili án ofbeldis, öllum börnum til handa. Við hringjum þögnina inn kl. 13:00. Einnig geta konur tekið sig saman og staðið saman í garðinum heima hjá sér, í sumarbústaðinum eða hvar sem þær eru staddar kl. 13:00 á Hvítasunnudag.
Mætum öll tímanlega og tökum höndum saman….
Ath. heimsíðuna www.standingwomen.org og myndband á vefslóðinni http://www.youtube.com/watch?v=_eNJ4oVQKxU