Fimmtudaginn 25. september nk. kl. 12:00-13:00 heldur KRFÍ hádegismálþing í samkomusal Hallveigarstaða um ábyrgð stjórnmálaflokkanna á uppröðun á framboðslista sína með tilliti til kynjajafnréttis. Á fundinum verða flutt tvö framsöguerindi; af Svani Kristjánssyni prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og Siv Friðleifsdóttur alþingismanni. Umræður.
Allir velkomnir. Súpa og brauð í boði KRFÍ