Á Jafnréttisráðs 14. október sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Á tímum gríðarlegra efnahagshamfara hér á landi minnir Jafnréttisráð á að óhjákvæmilega munu verða miklar þjóðfélagsbreytingar. Breytingar fela í sér tækifæri til umbóta og til þeirra þarf að vanda. Kynjasjónarmið þarf að hafa að öflugu leiðarljósi þegar mótuð verður atvinnustefna framtíðarinnar.
Atvinnusköpun og breytingar þurfa að gagnast báðum kynjum og atvinnuleysi má ekki bitna harðar á öðru kyninu. Konur og karlar þurfa að axla sameiginlega og jafna ábyrgð á börnum og heimili. Því ber að fagna sérstaklega að fyrstu kvenbankastjórarnir hafa nú verið ráðnir. En betur má ef duga skal.
Jafnréttisráð telur að jafnréttissjónarmiða hafi ekki verið fyllilega gætt við skipun í svokallaðar skilanefndir undanfarna daga og vikur. Ráðið hvetur stjórnvöld og öll þau sem nú hafa fjöregg lands og þjóðar í hendi sér til góðra verka og til að virða jafnréttislög í hvívetna. Oft var þörf – nú er nauðsyn!“
Fulltrúi SA og fjármálaráðuneytis sátu hjá við afgreiðslu ályktunarinnar.