Kvenréttindafélag Íslands hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að vekja athygli landsmanna á því sérstaklega þegar kona velst til starfa á sviðum þar sem karlar hafa eingöngu gegnt forystu áður.
Hulda Gunnlaugsdóttir var fyrir skemmstu skipuð forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, fyrst kvenna og tók hún til starfa nú í vikunni. Að því tilefni mun stjórn Kvenréttindafélags Íslands afhenda Huldu blómvönd í viðurkenningarskyni á skrifstofu forstjóra LHS við Eiríksgötu, fimmtudaginn 23. október kl. 12:00.