Kvenréttindafélag Íslands fer hringinn í kringum landið árið 2015 til að fagna því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Farandsýningin Veggir úr sögu kvenna sýnir svipmyndir úr 100 ára sögu kvennabaráttunnar.
Förin hófst í Borgarfirði í janúar 2015 og endar í Reykjavík í desember. Nú erum við stödd í Norska húsinu í Stykkishólmi.
Næstu áningastaðir eru Ísafjörður, Blönduós, Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjar, Árborg og Reykjanesbær.
Núna um helgina eru lokadagar sýningarinnar í Stykkishólmi, en þá verður mikið um að vera í bænum, en bóka- og söguhátíð Júlíana hefst fimmtudaginn 26. febrúar og lýkur sunnudaginn 1. mars. Hátíðin er nefnd til heiðurs íslensku skáldkonunni Júlíönu Jónsdóttur (1838–1918). Sýningin er opin alla daga.
Sjá nánari upplýsingar um dagskrá Júlíönu á vefsíðu hátíðarinnar: https://www.facebook.com/