Félög kvenna að Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin í hátíðardagskrá föstudaginn 19. júní næstkomandi, þar sem við fögnum því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt.
Þema dagskrárinnar er: „Félög kvenna fyrr og nú“.
Húsið opnar kl. 13.30. Boðið verður upp á súpu og brauð.
Dagskráin hefst svo stundvíslega kl. 14.00.
Dagskrá:
- Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, flytur kveðju og stýrir fundi
- Una María Óskarsdóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands, ávarpar fundinn
- Siv Friðleifsdóttir, fyrrv. ráðherra, flytur ávarp: Pilsaþytur kvenfélaganna og kosningarétturinn
- Guðrún Ebba Ólafsdóttir, stjórnarkona í Rótinni, flytur ávarp: Byltingin dafnar í félögum kvenna
- Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, stjórnarkona í Kynveru og stofnandi Femínistafélags Framhaldsskóla Suðurlands, flytur ávarp: Femínismi til framtíðar
Við viljum vekja athygli á því að fjöldi annarra viðburða er haldinn í Reykjavík og um land allt í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttarins.
Hægt er að sjá dagskrá yfir viðburði dagsins í Reykjavík hér.
Einnig er sérstök hátíðardagskrá á Akureyri, Hafnarfirði, Höfn í Hornafirði, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjum.