Úr grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Kvennablaðinu sem birtist 23. janúar 1907, þar sem hún kallar eftir stofnun nýs "kosningaréttarfélags". Smellið á myndina til að lesa greinina á timarit.is.

Úr grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Kvennablaðinu sem birtist 23. janúar 1907, þar sem hún kallar eftir stofnun nýs „kosningaréttarfélags“. Smellið á myndina til að lesa greinina á timarit.is.

Í dag eru 109 ár liðin síðan Kvenréttindafélag Íslands var stofnað á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, að Þingholtsstræti 18 í Reykjavík.

Félagið var stofnað til að starfa að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi, svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum.

Barátta þessara formæðra okkar bar drjúgan ávöxt, íslenskar konur fengu kosningarétt 1915 og því fögnuðum við Íslendingar hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna með glæsibrag á síðasta ári. Þó er margt óunnið í jafnréttisbaráttunni og enn hallar á stöðu kvenna í samfélagi okkar. Vinnum saman að betri og jafnari framtíð!