Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW, eða International Alliance of Women, frá stofnun okkar 1907.
Sjötta og síðasta fréttabréf ársins 2015 er nú komið út.
Sagt er frá bréfi sem forseti IAW, Joanna Manganara, sendi ásamt European Women’s Lobby (EWL) til Evrópuráðsins um nauðsyn þess að samþykkja aðgerðaráætlun um jafnréttismál. Sagt er frá undirbúningi fyrir Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (CSW) sem haldin verður í New York 14.-24. mars 2016, og lesendur eru hvattir að hafa samband við IAW ef þeir hafa áhuga á að taka þátt í ráðstefnunni. Sagðar eru fréttir frá herferðinni 16 dagar gegn ofbeldi gegn konum í Afríku, og Gudrun Haupter skrifar grein um nauðsyn þess að skilja kynfrelsi út frá loftslagsbreytingum.