12. maí 2010 sendi KRFÍ Nefndasviði Alþingis eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfruma og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna:


Umsögn KRFÍ um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 55/1996 um tæknifrjóvgun og notkun kynfruma og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna.

Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint fumvarp, þingskjal 861 – 495. mál, um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfruma og fósturvísa.

Kvenréttindafélag Íslands (KRFÍ) lýsir yfir stuðningi sínum við frumvarpið. Lagabreytingin mun hafa í för með sér útvíkkun á réttindum kvenna, hver svo sem félagsleg staða þeirra er, til þess að eignast börn með tæknifrjóvgun. KRFÍ vill þó leggja áherslu á að tryggt verði með einhverjum hætti að um sé að ræða gjafaegg- og sæði, svo ekki komi til þess að konur (og karlar) sem standa illa fjárhagslega og/eða félagslega, noti þetta úrræði til að afla sér tekna.

Aðrar fréttir