Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW, eða International Alliance of Women, frá stofnun okkar 1907.
Í þriðja fréttabréfi ársins er sagt frá næsta allsherjarþingi samtakanna sem haldið verður í Zimbabwe. Sagt er frá herferð til að sjá til þess að nýi aðalritari Sameinuðu þjóðanna sé femínisti. Birtar eru fréttir frá Grikklandi, Kamerún, Noregi og Ástralíu. Sagt er frá baráttunni gegn hjónaböndum barna, m.a. í Indlandi, Bangladesh og Malaví.