Konur á Alþingi hafa brotið glerþakið og eru í dag 46% þingmanna. Kynjahlutfallið hefur aldrei verið jafnara.
Meirihluti þeirra flokka sem nú bjóða fram lista í alþingiskosningum tryggja að kynjahlutfallið sé sem jafnast, en ekki allir. Hver er reynsla kvenna af starfi á Alþingi? Hver er reynsla kvenna í stjórnmálum og á opinberum vettvangi? Skiptir máli að tryggja jafna þátttöku kynjanna í pólitík?
Hvað segja konur í pólitík?
Fimmtudaginn 8. september kl. 20 heldur Kvenréttindafélag Íslands fund um konur í pólitík í samstarfi við kvennahreyfingar stjórnmálaflokkanna sem nú sitja á þingi. Fundurinn er haldinn á Hallveigarstöðum.
- Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélagsins býður gesti velkomna
- Sigríður Dúna Kristmundsdóttir talar tæpitungulaust um konur og pólitík
Konur í pólitík ávarpa fundinn
- Ásta Guðrún Helgadóttir (Píratar)
- Björt Ólafsdóttir (Björt framtíð)
- Hanna Birna Kristjánsdóttir (Sjálfstæðisflokkur)
- Katrín Júlíusdóttir (Samfylking)
- Lilja Dögg Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkur)
- Sigrún Ingibjörg Gísladóttir (Viðreisn)
- Svandís Svavarsdóttir (Vinstri hreyfingin – grænt framboð)
Steinunn Stefánsdóttir stýrir fundi. Léttar veitingar. Öll velkomin!