Út er komið nýtt fræðslurit um Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Mannréttindaskrifstofa Íslands gefur út, í samvinnu við Jafnréttisstofu, UNIFEM á Íslandi, félags- og tryggingamálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti, í tilefni af 30 ára afmæli sáttmálans 18. desember sl. Markmiðið með útgáfunni er að stuðla að aukinni þekkingu á réttindum kvenna og þar með stuðla að samfélagi þar sem konur njóta jafnréttis, mannhelgi, borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda óttaleysis um líf og afkomu.


Ritið má nálgast á skrifstofu Mannréttindaskrifstofu Íslands, á skrifstofu UNIFEM við Laugaveg í Reykjavík og á skrifstofu Jafnréttisstofu á Akureyri. Einnig er hægt að lesa fræðsluritið á Netinu á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu á slóðinni https://www.humanrights.is/static/files/Utgafa/kvennasattmali-sameinudu-thjodanna-pdf.pdf

Aðrar fréttir