KRFÍ vill vekja athygli á Styrktarfélaginu Líf sem stofnað var í desember sl. í þeim tilgangi að styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta þar aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og að veita konum umönnun vegna kynsjúkdóma. Fyrsta verkefni styrktarfélagsins er að ljúka við framkvæmdir á húsnæði meðgöngu- og sængurkvennadeildar (22A) LHS. Húsið var byggt árið 1973 og hafa nánast engar endurbætur verið gerðar á húsnæðinu síðan þá. Áætlaður kostnaður við verkið eru 80 milljónir kr. Félagsgjald er 3.000 kr. á ári. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu styrktarfélagsins: www.styrktarfelagidlif.is.