Fræðslu- og fjáröflunarátakið Öðlingurinn 2010 er hafið með pompi og prakt! Átakið er tvíþætt: Fyrri hluti (sem stendur yfir núna og til konudagsins 21. febrúar nk.) vekur athygli á Neyðarmóttökunni og safnar fé handa henni með sölu á bókinni Ofbeldi á Íslandi – Á mannamáli eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, sem kom út árið 2009. Seinni hluti átaksins (eftir 21. febrúar) er helgaður kvennahreyfingunni til fésöfnunar fyrir kvennafrídaginn 24. október 2010 (sem verður reyndar haldinn 25. október í ár), eftir sem áður með sölu á bókinni.

Við hjá KRFÍ höfum áður mælt með bókinni enda þörf lesning allra sem láta sig samfélagið, réttlæti og mannréttindi varða. Ef þú átt ekki nú þegar eintak, getur þú tryggt þér það á www.odlingurinn.is og lagt góðu málefni lið í leiðinni.

Kynntu þér málið á www.odlingurinn.is.

Aðrar fréttir