Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands tekur þátt í rafrænu pallborði á Women’s Economic Forum í Kosta Ríka um hvernig við getum byggt upp betri samfélög með stefnumótun sem byggist á manngæsku og samkennd. Pallborðið er haldið miðvikudaginn 11. nóvember kl. 17:00 að íslenskum tíma. Hægt er að horfa á umræðurnar á vefsíðu Women’s Economic Forum.
Með Tatjönu í pallborði sitja Laura Chinchilla, fyrrum forseti Kosta Ríka, fyrirlesari og stjórnmálafræðingur, og Nuria Marin, lögfræðingur, fyrirlesari og stofnandi ALAS (stærsta tengslanet kvenleiðtoga í Kosta Ríka). Glenda Umaña, fyrrum blaðakona CNN Español stýrir umræðum.

