Aðalfundur KRFÍ verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, fimmtudaginn 18. mars kl. 17.00-19.00. Á dagsrká eru venjulega aðalfundarstörf. Allir félagar KRFÍ eru velkomnir á fundinn og allir skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum. Formaður félagsins er Margrét K. Sverrisdóttir sem tók við embættinu á aðalfundi árið 2008 sem varaformaður, þar sem þáverandi formaður hætti. Margrét var síðan kjörin formaður til tveggja ára á síðasta aðalfundi árið 2009. Aðrir í stjórn félagsins eru til kjörs nú og hafa allar stjórnarkonur gefið kost á sér til áframhaldandi starfa.
Félagar eru hvattir til að mæta á fundinn og fylgjast með starfseminni sem verður farið yfir í máli og tölum. Léttar veitingar.