Kvenréttindafélag Íslands boðar hér með til aðalfundar föstudaginn 30. apríl kl. 11:30–13:30. 

Tillögur og ályktanir skulu berast til stjórnar í netfang postur@kvenrettindafelag.is, í síðasta lagi 23. apríl 2021.

 

Fundarstaður

Fundurinn verður einungis á rafrænum vettvangi, í gegnum Zoom fjarfundarkerfið.

 

Skráning á aðalfund

Öll sem hafa áhuga til að sitja aðalfund eru beðin að skrá sig til þátttöku hér: https://forms.gle/L55ir3kE3ihD2XRGA.

Rafrænn kjörseðill og krækja í rafrænt fundarherbergi eru send öllum skráðum þátttakendum þremur dögum fyrir aðalfund.

 

Kallað eftir framboðum

Á fundinum er kosið um:

 • formann Kvenréttindafélags Íslands
 • þrjá fulltrúa í stjórn Kvenréttindafélags Íslands til tveggja ára
 • þrjá varamenn í stjórn Kvenréttindafélags Íslands til eins árs
 • tvo skoðunarmenn reikninga Kvenréttindafélags Íslands
 • fimm stjórnarmenn og fimm varamenn í stjórn Menningar- og minningarsjóðs kvenna
 • tvo fulltrúa Kvenréttindafélagsins í Mannréttindaskrifstofu Íslands
 • einn fulltrúa Kvenréttindafélagsins í Almannaheill
 • tvo fulltrúa í stjórn og á aðalfund European Women’s Lobby – EWL.

Tilkynnið framboð hér: https://forms.gle/U2HSNi5cHpi9sZHPA, í síðasta lagi 23. apríl 2021.

Allir skuldlausir félagar hafa kjörgengi og atkvæðisrétt á fundinum en kröfur fyrir félagsgjöldum 2021–2022 hafa verið birtar í netbönkum félaga.

 

Dagskrá fundar

 1. Setning aðalfundar
 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 3. Lögmæti fundarins staðfest
 4. Skýrslur stjórna KRFÍ og MMK lagðar fram. Lesið ársskýrslu Kvenréttindafélagsins hér.
 5. Endurskoðaðir reikningar KRFÍ og MMK lagðir fram til samþykktar
 6. Ákvörðun tekin um upphæð félagsgjalds
 7. Tillögur um framkomnar lagabreytingar
 8. Kosning formanns
 9. Kosning stjórnar
 10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
 11. Kosning stjórnar MMK
 12. Kosning fulltrúa í nefndir og samtök sem KRFÍ á aðild að, þar á meðal aðal- og varafulltrúa á aðalfund EWL.
 13. Önnur mál
  1. Ný aðildarfélög að Kvenréttindafélaginu: Trans Ísland.
 14. Fundi slitið

Aðrar fréttir