Kvenréttindafélag Íslands boðar til aðalfundar mánudaginn 6. maí 2019 kl. 16:00. Fundurinn er haldinn að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík.
Ársskýrslu Kvenréttindafélagsins 2018 er að finna hér.
Á fundinum verða lagðar fram tillögur til breytinga á lögum Kvenréttindafélags Íslands sem hægt er að lesa hér. Núgildandi lög Kvenréttindafélagsins er að finna á vefsíðu félagsins, hér.
Dagskrá fundar:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Lögð fram skýrsla stjórnar með kafla um störf nefnda og stjórna
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
- Ákveðið félagsgjald, sbr. 7. gr
- Tillögur um lagabreytingar [lesið tillögu að nýjum lögum Kvenréttindafélagsins hér]
- Kosinn formaður, sbr. 5 gr.
- Kosin stjórn, sbr. 5. gr.
- Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga
- Kosin stjórn Menningar-og minningarsjóðs kvenna, sbr. 8. gr
- Valdir fulltrúar í nefndir og ráð sem KRFÍ á aðild að
- Önnur mál
- Ný aðildarfélög að Kvenréttindafélaginu, W.O.M.E.N. in Iceland og Druslubækur og doðrantar
Á fundinum er kosið um formann Kvenréttindafélags Íslands til tveggja ára, þrjá stjórnarmenn til tveggja ára og þrjá varamenn til eins árs í stjórn Kvenréttindafélagsins, fimm stjórnarmenn og fimm varamenn í stjórn Menningar- og minningarsjóðs kvenna, sem og tvo skoðunarmenn reikninga, einn fulltrúa Kvenréttindafélagsins í Almannaheill, og tvo fulltrúa á aðalfundi EWL.
Áhugasamir að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir Kvenréttindafélag Íslands, tilkynnið framboð hér: https://forms.gle/PWpEXmwXgPyGrdpo8 eða með því að hafa samband við félagið í netfang postur@kvenrettindafelag.is, í síðasta lagi 29. apríl 2019.
Allir skuldlausir félagar hafa kjörgengi og atkvæðisrétt á fundinum. Kröfur fyrir félagsgjöldum 2018–2019 hafa verið stofnaðar í netbanka.