
Kvenréttindafélag Íslands boðar til aðalfundar mánudaginn 2. maí 2016 kl. 16:30. Fundurinn er haldinn að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík.
Á fundinum verður lögð fram eftirfarandi tillaga til breytinga á lögum Kvenréttindafélags Íslands:
2. grein. Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins. Félagið vinnur samkvæmt stefnuskrá sem samþykkt er á félagsfundi.
verður
2. grein. Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið vinnur samkvæmt stefnuskrá sem samþykkt er á félagsfundi.
Núgildandi lög Kvenréttindafélagsins er að finna á vefsíðu félagsins, hér.
Dagskrá fundar:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
 - Lögð fram skýrsla stjórnar með kafla um störf nefnda og stjórna
 - Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
 - Ákveðið félagsgjald, sbr. 7. gr
 - Tillögur um lagabreytingar, ef koma fram
 - Kosinn formaður, sbr. 5 gr.
 - Kosin stjórn, sbr. 5. gr.
 - Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga
 - Kosin stjórn Menningar-og minningarsjóðs kvenna, sbr. 8. gr
 - Valdir fulltrúar í nefndir og ráð sem KRFÍ á aðild að
 - Önnur mál
 
Allir skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum.
Áhugasamir um að bjóða sig fram til stjórnar Kvenréttindafélags Íslands eða sem fulltrúar félagsins í nefndum og ráðum, hafi samband við félagið í netfang postur(@)kvenrettindafelag.is.
Ársskýrsla félagsins verður birt á vef félagsins, https://kvenrettindafelag.is, vikuna fyrir aðalfund.
Aðgengi fyrir alla! Kaffiveitingar! Verið velkomin!

			
			
			