Dagana 8. – 9. október fór fram árlegt kvennaþing Kongres Kobiet, sem er stærsta félagshreyfingin í Póllandi. Á hverju ári skipuleggur félagið Kvennaþing með um 4000-5000 þátttakendum frá öllu Póllandi og frá öðrum löndum. Markmiðið með þessum þinginu er að vekja athygli á, skiptast á upplýsingum og bestu reynslu varðandi aktívisma kvenna og vandamál í Póllandi. Tilgangurinn er að byggja upp gagnkvæman stuðning, dýpka tengslin og skipuleggja framtíðaraðgerðir.
Rut Einarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands tók þátt í pallborðsumræðunum: „Is it just ‘due’: equal pay and good practices of countries and companies“ á þinginu þar sem hún ræddi jafnréttislögin, jafnlaunavottun og stöðu kvenna á Íslandi.