Hvaðan kemur hræðslan við jafnrétti? „Kvenmenni í karlaveldi'“ er yfirskrift ráðstefnnunnar sem haldin verður í þekkingarsetrinu Keili á Miðnesheiði kl. 14:00 miðvikudaginn 24. október. Að ráðstefnunni stendur Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.
Opnunarávarp flytur Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Í kjölfarið flytja nokkrir fyrirlesarar erindi og að lokum verða pallborðsumræður. Fundarstjóri er Tinna Gunnlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri. Ráðstefnulok kl. 17:30. Veitingar.