Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér umsögn um þingsályktunartillögu um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldi.
Kvenréttindafélag Íslands styður þingsályktunartillögu um auðveldari upplýsingagjöf milli stofnanna í heimilisofbeldismálum. Félagið hefur áður sent inn þrjár umsagnir um sama mál. Heimilisofbeldi er rótgróinn vandi í íslensku samfélagi og samstillt átak allra aðila þarf til að uppræta það. Góð samskipti milli þeirra stofnana og aðila sem vinna að útrýmingu kynbundis ofbeldis, sem og áreiðanleg gögn, er grundvöllur þess að hægt sé að ná árangri. Það er því áríðandi að ofangreind þingsályktunartillaga hljóti brautargengi nú í fimmta sinn sem hún er lögð fram.
Kynjuð tölfræði
Við þetta má bæta að verulegur skortur er á uppfærslu á kynjaðri tölfræði almennt síðastliðin ár, bæði hjá Hagstofu Íslands og forsætisráðuneytinu en lítið hefur verið uppfært síðan 2019, sérstaklega þegar kemur að tekjum og atvinnuþátttöku, sjá til dæmis kynjaða tölfræði á vef forsætisráðuneytisins. Ef til vill mætti útvíkka vinnu starfshópsins sem lagt er til að komið verði á fót í þingsályktunartillögunni þannig að hann nái einnig til þess að bæta opna tölfræði um kynbundið ofbeldi og stöðu kynjanna á vinnumarkaði sem einnig þarf að greina eftir öðrum þáttum sem valda fjölþættri mismunun. Í þessu samhengi má til dæmis benda á að skv. Eurostat mega íslenskar konur eiga von á næstum 7 færri árum við góða heilsu en karlar en fáar rannsóknir á Íslandi hafa verið gerðar til að skýra þennan mun, en skortur á gögnum hamlar rannsóknum.
Kvenréttindafélag Íslands hvetur Alþingi til þess að samþykkja þessa þingsályktunartillögu.
Lesa má umsögnina hér.